Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   sun 22. desember 2024 16:18
Elvar Geir Magnússon
Gísli Gotti skoðar möguleikana - „Hljómar auðvitað mjög vel“
Gísli Gottskálk Þórðarson.
Gísli Gottskálk Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Sigurpálsson og Gísli Gottskálk Þórðarson.
Ari Sigurpálsson og Gísli Gottskálk Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Tom
Gísli Gottskálk Þórðarson, tvítugur miðjumaður Víkings, hefur verið frábær í Sambandsdeildinni og var einn besti leikmaður Bestu deildarinnar á tímabilinu en Fótbolti.net valdi hann efnilegasta leikmann deildarinnar.

Það má búast við því að Gísli verði seldur út í atvinnumennskuna eftir áramót en skiljanlega er mikill áhugi á honum. Hann sjálfur segist þó ekki hafa mikið verið að velta þessum hlutum fyrir sér til þessa.

„Það er ekki hægt að vera á tveimur stöðum í einu. Maður hugsaði eitthvað út í þetta þegar Besta deildin var að klárast en svo áttaði maður sig á því að maður ætti eftir að spila þrjá mánuði í viðbót. Ég hef bara reynt eins og ég get að núlla þetta út. Það er ekki hægt að vera um hugsa um annað þegar þú ert að spila þessu mikilvægu leiki fyrir Víking," segir Gísli Gottskálk en hann var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.

„Nú er í fyrsta sinn sem maður getur pælt í þessu. Jú jú, það er eitthvað í gangi og svo verður maður bara að bíða og sjá. Það hefur alltaf verið markmiðið síðan ég kom heim að fara aftur út. Ég vona að allt gangi upp."

Meðal félaga sem eru sögð vera að skoða Gísla er pólska stórliðið Legja Varsjá en í síðustu viku sögðu pólskir fjölmiðlar frá áhuga á honum. Hvernig hljómar Legia Varsjá í eyrum Gísla?

„Ég sá þetta bara á Fótbolta.net. Þetta kom í einhverjum pólskum miðlum. Það er risafélag og pólska deildin mjög sterk. Það hljómar auðvitað mjög vel," segir Gísli Gottskálk Þórðarson.
Útvarpsþátturinn - Ari Sigurpáls, Gísli Gotti og landsliðsþjálfaraleit
Athugasemdir
banner
banner
banner