Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
   mán 22. desember 2025 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Amorim: Hjálpa krökkunum eins og þeir séu mínir eigin
Mynd: EPA
Jack Fletcher, 18 ára sonur Darren Fletcher, er annar táninganna sem komu inn af bekknum í gær.
Jack Fletcher, 18 ára sonur Darren Fletcher, er annar táninganna sem komu inn af bekknum í gær.
Mynd: EPA
Ruben Amorim fór víðan völl í viðtölum eftir 2-1 tap Manchester United gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Portúgalski þjálfarinn notaði tvo táninga í tapinu gegn Villa vegna vandræða í leikmannahópi Rauðu djöflanna þar sem nokkrir leikmenn eru meiddir og aðrir eru að keppa á Afríkumótinu.

Eftir leik var hann meðal annars var spurður út í akademíuna hjá Man Utd og nýleg ummæli sín þar sem hann gagnrýndi unga leikmenn félagsins. Amorim gagnrýndi Kobbie Mainoo, Harry Amass, Chido Obi og Tom Collyer og brugðust tveir þeirra við með myndbirtingum á samfélagsmiðlum, sem voru fjarlægðar skömmu síðar.

„Stundum sem þjálfari viltu vernda krakkana og forða þeim frá aðstæðum þar sem þeir gætu þjáðst. Í dag þurftum við á þeim að halda og þeir stóðu sig mjög vel, það er eitt af því jákvæða sem við getum tekið úr þessum leik. Þeir eiga eftir að bæta sig með tímanum en við þurfum að vinna leiki núna," sagði Amorim.

„Ég reyni að fara varlega með krakkana og þetta er ekki alltaf dans á rósum. Ég geri það sama með mína krakka eins og þið gerið með ykkar, ég vil bara hjálpa krökkunum eins og þeir séu mínir eigin. Ég ber mikla ábyrgð hérna og stundum þarf ég að segja það sem ég tel að krakkarnir mínir þurfi að heyra frekar heldur en það sem þeir vilja heyra.

„Ég hef verið aðalþjálfari í sex ár og þetta var eins hjá Sporting. Þar skiptir akademían mjög miklu máli alveg eins og hérna. Allir þjálfarar vilja nota leikmenn sem koma úr akademíunni útaf því að það sparar pening og eykur verðgildi þjálfarans. Ég vil bara vinna fótboltaleiki og passa uppá að ungu leikmennirnir úr akademíunni þjáist ekki of mikið. Ég er bara að reyna að hjálpa félaginu, hvort sem það er í gegnum akademíuna eða með erlendum leikmönnum."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
14 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
15 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner
banner
banner