Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
   lau 10. janúar 2026 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ter Stegen segir já við Girona
Mynd: EPA
Marc Andre ter Stegen er tilbúinn að yfirgefa Barcelona og fara til Girona á láni út tímabilið.

Ter Stegen er að snúa til baka eftir erfið meiðsli en hann hefur fallið niður goggunarröðina hjá Barcelona. Hann vill fá spiltíma til að eiga möguleika á að komast á HM með þýska landsliðinu.

Hann er hins vegar ekki tilbúinn að taka á sig launalækkun en Girona er ekki tilbúið að borga hluta af laununum hans en Girona og Barcelona eru í viðræðum.

Barcelona vill losna við hann þar sem Joan Garcia er orðinn aðalmarkvörður og Wojciech Szcz?sny er honum til halds og trausts.
Athugasemdir
banner
banner