Bournemouth er í leit að leikmanni til að fylla skarð Antoine Semenyo og Sky í Þýskalandi segir frá áhuga félagsins á Jamie Leweling leikmanni Stuttgart.
Sky segir að Bournemouth hafi boðið 35 milljónir punda í hann en þýska félagið hafnaði tilboðinu.
Sky segir að Bournemouth hafi boðið 35 milljónir punda í hann en þýska félagið hafnaði tilboðinu.
Leweling tjáði sig um orðróminn eftir að hafa skorað tvennu í frábærum 4-1 sigri Stuttgart gegn Leverkusen í gær.
„Týpíska línan er: Ég vil ekki fara og það er satt. Við erum með markmið sem lið og ég líka. Mér líður vel hérna, þú sást það í dag að ég var ekki með hugann við annað," sagði Leweling.
Athugasemdir



