Declan Rice, einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, hefur verið sviptur ökuréttindum í sex mánuði eftir að hafa verið gómaður tvisvar við að keyra of hratt í Lundúnum.
Rice hefur verið potturinn og pannan í frábæru liði Arsenal sem vermir toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Englendingurinn mun þó ekki geta keyrt sjálfur á æfingar næstu mánuði eftir að hafa verið gripinn við of hraðan akstur á sama veginum í byrjun síðasta árs.
Hann var dæmdur til að greiða 370 þúsund íslenskar krónur (2,185 pund) í sekt og var sviptur ökuréttindum í sex mánuði. Rice var ekki á svæðinu þegar dómurinn var kveðinn upp í vikunni.
Ástæðan er sú að hann var þegar kominn með sex punkta á ökuskírteinið fyrir þessi tvö atvik en nú eru þeir fimmtán talsins.
Athugasemdir



