Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
banner
   fös 09. janúar 2026 14:00
Elvar Geir Magnússon
Semenyo í hóp hjá City á morgun - „Mun aðlagast hratt“
Antoine Semenyo.
Antoine Semenyo.
Mynd: EPA
Mynd: Man City
Antoine Semenyo spilar að öllum líkindum sinn fyrsta leik fyrir Manchester City á morgun, þegar liðið fær C-deildarliðið Exeter City í heimsókn í FA-bikarnum.

„Ég veit ekki hvort hann muni byrja eða ekki, en hann verður klárlega í hópnum," segir Pep Guardiola, stjóri City.

Semenyo var kynntur sem nýr leikmaður City í morgun en hann hefur farið á kostum með Bournemouth í vetur.

„Hann þarf að aðlagast hratt því leikmannahópurinn er framúrskarandi. Félagið er virkilega gott og hann mun aðlagast snöggt. Hann kemur ekki hingað fyrir nokkra leiki, hann er kominn til að vera í mörg ár. Ég veit að þetta er toppmaður sem við höfum fengið."

„Liðið mun taka vel á móti honum því þetta er öflugur hópur sem lætur mönnum strax líða vel þegar þeir mæta."

Leikur Manchester City og Exeter verður klukkan 15 á morgun. Á fréttamannafundi í dag sagði Guardiola að Oscar Bobb væri enn fjarri góðu gamni.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 23 15 5 3 42 17 +25 50
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 23 14 4 5 35 25 +10 46
4 Man Utd 23 10 8 5 41 34 +7 38
5 Chelsea 23 10 7 6 39 25 +14 37
6 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 23 10 3 10 35 32 +3 33
9 Newcastle 23 9 6 8 32 29 +3 33
10 Everton 23 9 6 8 25 26 -1 33
11 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 23 7 7 9 24 28 -4 28
16 Leeds 23 6 8 9 31 38 -7 26
17 Nott. Forest 23 7 4 12 23 34 -11 25
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner
banner