Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
   fös 09. janúar 2026 16:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristrún Ýr í Þrótt (Staðfest) - „Dýrmæt viðbót við félagið"
Kvenaboltinn
Mynd: Þróttur
Mynd: Þróttur
Kristrún Ýr Holm er gengin í raðir Þrottar og mun spila með liðinu á komandi tímabili í Bestu deildinni. Hún kemur til Þróttar frá Keflavík þar sem hún hefur leikið allan sinn feril.

Fótbolti.net sagði frá því í gær að Kristrún væri á leið í Þrótt. Hún er annar leikmaðurinn sem Þróttur fær í vetur, en áður hafði Björg Gunnlaugsdóttir komið frá FHL.

Úr frétt á heimasíðu Þróttar
Kristrún Ýr er einn reyndasti leikmaður íslenskrar kvennaknattspyrnu og kemur til Þróttar eftir langan og farsælan feril með Keflavík, þar sem hún var um árabil lykilleikmaður og fyrirliði liðsins. Hún hefur leikið í efstu deild um áraraðir og vakið atygli fyrir leiðtogahæfileika, mikla vinnusemi og fagmennsku – jafnt innan sem utan vallar. Alls á hún að baki um 270 leiki í meistaraflokki, þar af 91 í efstu deild.

Eftir 15 ára samfellu hjá Keflavík tilkynnti Kristrún Ýr síðastliðið haust að hún myndi láta gott heita og nú liggur leið hennar í Laugardalinn og til Þróttar en fjölmörg félög leituðust eftir kröftum hennar.

Samhliða knattspyrnuferlinum hefur Kristrún Ýr lagt stund á doktorsnám sem miðar að því að bæta snemmsgreiningu brjóstakrabbameins, verkefni sem undirstrikar metnað hennar og áherslu á samfélagslega ábyrgð utan íþróttanna.

Kristján Kristjánsson formaður fótboltadeildar Þróttar segir: „Við erum mjög ánægð með að fá Kristrúnu til liðs við Þrótt. Ekki aðeins vegna þess að hún er góður leikmaður sem styrkir kvennalið félagsins, heldur líka vegna þess í okkar hóp bætist manneskja sem verður dýrmæt viðbót við félagið og uppbyggingu þess á komandi misserum. Kristrún er hæfileikarík og metnaðarfull og mikill leiðtogi sem á eftir að blómstra hjá okkur. Við bjóðum hana hjartanlega velkomna og hlökkum til samstarfsins.”
Athugasemdir
banner
banner