Roma átti í erfiðleikum með að brjóta varnarmúr Sassuolo á bak aftur en eftir markalausan fyrri hálfleik tókst það loksins.
Roma var með öll völd á vellinum í seinni hálfleik og Manu Kone kom liðinu yfir þegar tæplega stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma.
Roma var með öll völd á vellinum í seinni hálfleik og Manu Kone kom liðinu yfir þegar tæplega stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma.
Matias Soule innsiglaði sigurinn aðeins þremur mínútum síðar. Mörkin hefðu hæglega getað verið fleiri en tvö mörk dugði til sigurs.
Atalanta vann þriðja leik sinn í röð þegar liðið vann Torino í kvöld. Roma er í 3. sæti með 39 stig, jafn mörg stig og Milan og tveimur stigum á eftir Inter en Mílanó liðin eiga tvo leiki til góða.
Atalanta er í 7. sæti með 31 stig, Sassuolo í 11. sæti með 23 stig og Torino í 12. sæti einnig með 23 stig.
Ítalski boltinn er á Livey en hægt er að nálgast áskrift með því að smella á tengilinn
Roma 2 - 0 Sassuolo
1-0 Manu Kone ('76 )
2-0 Matias Soule ('79 )
Atalanta 2 - 0 Torino
1-0 Charles De Ketelaere ('13 )
2-0 Mario Pasalic ('90 )
Athugasemdir



