Þróttarar unnu góðan 3-1 sigur á Val í B-riðli Reykjavíkurmótsins á AVIS-vellinum í Laugardal í kvöld.
Heimamenn voru sjóðandi heitir í fyrri hálfleiknum og skoruðu þrjú mörk á rúmum tuttugu mínútna kafla.
Aron Snær Ingason skoraði tvö mörk á tveimur mínútum og þá gerði Tryggvi Snær Geirsson þriðja markið.
Lúkas Logi Heimisson minnkaði muninn fyrir Val undir lok fyrri hálfleiksins en lengra komust Valsarar ekki. Þróttur á toppnum með 3 stig.
Þróttur spilar næst við KR á meðan Valur mætir Fylki.
Í A-riðli unnu ÍR-ingar 4-2 sigur á Fjölni í Egilshöll. Víðir Freyr Ívarsson, Emil Nói Sigurhjartarson, Jónþór Atli Ingólfsson og Óliver Andri Einarsson skoruðu mörk ÍR-inga.
ÍR fer upp í annað sæti riðilsins með 3 stig en næsti leikur þeirra er gegn toppliði Víkings á miðvikudag á meðan Fjölnir spilar við Leikni.
Athugasemdir




