Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
   lau 10. janúar 2026 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stórlið á eftir liðsfélaga Jóns Dags
Mynd: Hertha
Kennet Eichhorn, leikmaður Hertha Berlin, er gríðarlega eftirsóttur en Sky Sports í Þýskalandi greinir frá þessu.

Eichhorn er aðeins 16 ára gamall en hann hefur komið við sögu í 10 leikjum hjá Hertha í næst efstu deild í Þýskalandi.

Sky Sports segir frá því að Bayern ætli að reyna fá hann næsta sumar en hann fæst fyrir 10-12 milljónir evra.

Leipzig og Dortmund eru hörðustu keppinautarnir en Barcelona og Real Madrid hafa einnig áhuga á honum.

Eichhorn er liðsfélagi Jóns Dags Þorsteinssonar hjá Hertha.
Athugasemdir
banner