Barcelona er eitt sterkasta kvennalið heims en liðið hefur unnið Meistaradeildina þrisvar á síðustu fimm árum. Liðið hefur unnið spænsku deildina sex ár í röð.
Barcelona fékk Madrid CFF í heimsókn í spænsku deildinni í kvöld en Hildur Antonsdóttir var í byrjunarliði Madrid sem tapaði hvorki meira né minna en 12-1. Ewa Pajor var atkvæðamest og skoraði fernu.
Barcelona fékk Madrid CFF í heimsókn í spænsku deildinni í kvöld en Hildur Antonsdóttir var í byrjunarliði Madrid sem tapaði hvorki meira né minna en 12-1. Ewa Pajor var atkvæðamest og skoraði fernu.
Barcelona er á toppnum með 42 stig eftir 15 umferðir, sjö stigum á undan Real Madrid. Madrid CFF er í 7. sæti með 23 stig.
Ásdís Karen Halldórsdóttir gat komið Braga yfir gegn Vitoria Guimaraes í portúgölsku deildinni en brást bogalistin á vítapunktinum. Braga tapaði 2-1.
Ásdís var tekin af velli í hálfleik en Braga er í 7. sæti með níu stig eftir níu umferðir eftir leik dagsins.
Athugasemdir


