Þriðja umferð enska bikarsins heldur áfram í dag en fyrstu leikirnir hefjast klukkan 12:15.
Stærsti hádegisleikurinn er úrvalsdeildarslagur Everton og Sunderland á Hill Dickinson-leikvanginum í LIverpool-borg.
Crystal Palace heimsækir utandeildarlið Macclesfield, sem var stofnað eftir að Macclesfield Town var lagt niður fyrir tæpum sex árum. Wolves spilar við D-deildarlið Shrewsbury Town á Molineux-leikvanginum í Wolverhampton.
Oliver Glasner, stjóri Palace, er með blöndu af ungum leikmönnum og reynslumeiri gegn utandeildarliðinu. Marc Guehi, Yeremy Pino og Adam Wharton byrja allir.
Rob Edwards gerir fimm breytingar á liði Wolves gegn Shrewsbury Town.
Átta leikmenn eru fjarverandi hjá Everton en David Moyes nær samt að stilla upp nokkuð sterku liði gegn Sunderland. Jack Grealish og MIchael Keane taka út leikbann.
Þá eru fimm breytingar á liði Sunderland sem er samt sem áður með sterkt lið.
Byrjunarlið Palace gegn Macclesfield: Benitez, Devenny, Canvot, Richards, Guehi, Sosa, Wharton, Rodney, Pino, Drakes-Thomas, Uche.
Byrjunarlið Wolves gegn Shrewsbury: Johnstone, Tchatchoua, Doherty, Bueno, Krejci, Wolfe, Andre, Gomes, Arias, Hwang, Strand Larsen.
Byrjunarlið Everton: Pickford, Patterson, Tarkowski, O'Brien, Mykolenko, Röhl, Garner, Dibling, Armstrong, McNeil, Beto
Byrjunarlið Sunderland: Roefs, Hume, Mukiele, O'Nien, Cirkin, Xhaka, Sadiki, Adingra, Le Fée, Mundle, Mayenda.
Byrjunarlið Leicester gegn Cheltenham: Begovic, Aluko, Vestergaard, Nelson, Thomas, Choudhury, Skipp, Thomas, Page, Mavididi, Daka.
Athugasemdir




