Mali 0 - 1 Senegal
0-1 Iliman Ndiaye ('27 )
0-1 Iliman Ndiaye ('27 )
Senegal er komið áfram í undanúrslit Afríkukeppninnar eftir sigur á Malí í dag.
Iliman Ndiaye, leikmaður Everton, skoraði eina mark leiksins eftir tæplega hálftíma leik. Hann fann boltann lausan inn á markteig og skoraði á opið markið.
Yves Bissouma, miðjumaður Tottenham og Malí, var rekinn af velli með sitt annað gula spjald undir lok fyrri hálfleiks.
Þrátt fyrir að vera manni færri fékk Malí góð færi til að jafna metin í seinni hálfleik en það tókst ekki. Senegal mætir annað hvort Egyptalandi eða Fílabeinsströndinni í undanúrslitum.
Athugasemdir



