Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
banner
   fös 09. janúar 2026 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Sendur með einkaþotu til Sádi-Arabíu
Mynd: EPA
Franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe verður með Real Madrid í úrslitaleik Ofurbikarsins gegn Barcelona á sunnudag en þetta staðfesti Xabi Alonso, þjálfari liðsins, eftir 2-1 sigurinn á Atlético í gær.

Mbappe var ekki með Madrídingum gegn Atlético vegna meiðsla en hann hefur verið þeirra besti maður á tímabilinu.

Real ætlar að leggja allt í sölurnar gegn erkifjendum sínum í Barcelona og hefur nú ákveðið að fljúga Mbappe til Sádi-Arabíu fyrir úrslitaleikinn.

„Hann kemur til Sádi-Arabíu á næsta sólarhringnum. Honum líður mun betur og á möguleika á því að spila,“ sagði Alonso í viðtali eftir leikinn.

Mbappe hefur skorað 29 mörk í 24 leikjum á tímabilinu ásamt því að leggja upp fimm mörk.

Spænski boltinn er á Livey en hægt er að nálgast áskrift með því að smella á tengilinn
Athugasemdir
banner
banner