Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
   fös 09. janúar 2026 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Viltu sjá Afríkukeppnina? - Livey með undirskriftasöfnun
Mynd: EPA
Afríkukeppnin er í fullum gangi en Livey vill gera keppnina aðgengilegri fyrir Íslendinga og hefur hent af stað undirskriftasöfnun til að sjá hvort það sé áhugi fyrir því. Undanúrslit keppninnar fara fram næsta miðvikudag.

Fréttatilkynning Livey
Áhuginn á afrískum fótbolta hefur aldrei verið meiri á Íslandi, en samt hefur Afríkukeppni landsliða – AFCON (Africa Cup of Nations) – hingað til verið nánast óaðgengileg íslenskum áhorfendum. Nú vill streymisveitan Livey breyta því og færa keppnina beint inn á íslensk heimili.

Til að það verði mögulegt hefur verið sett af stað undirskriftasöfnun, með það markmið að ná 500 þátttakendum. Ef markmiðinu er náð munu þátttakendur fá reikning í heimabanka fyrir lágmarks áskrift að Livey Sport í einn mánuð (3.200 kr.). Engin greiðsla fer fram nema markmiðinu sé náð.

AFCON er ein stærsta og litríkasta landsliðskeppni heims. Þar mætast stórveldi á borð við Senegal, Nígeríu, Egyptaland og Marokkó, ásamt fjölda spennandi liða og heimsþekktra leikmanna úr stærstu deildum Evrópu. Keppnin er þekkt fyrir ótrúlega stemningu, óvænt úrslit og fótbolta af hæsta gæðaflokki.

„Við fáum stöðugt beiðnir frá fólki sem vill sjá AFCON á Livey,“ segir fulltrúi þjónustunnar. „Með þessu fyrirkomulagi geta áhorfendur sjálfir ráðið úrslitum — ef nægilega margir lýsa yfir vilja til að taka þátt getum við tryggt sýningarréttinn.“

Þetta er því í raun crowdfunding fyrir sjónvarpsréttindum þar sem íslenskir fótboltaaðdáendur sameinast um að færa AFCON á skjáinn heima hjá sér.

Viltu sjá AFCON á Livey? Skrifaðu undir og hjálpaðu til við að gera þetta að veruleika.
Athugasemdir
banner
banner