Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
   lau 10. janúar 2026 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Aston Villa á eftir Conor Gallagher
Mynd: EPA
Aston Villa er að kanna möguleikann á að fá Conor Gallagher frá Atletico Madrid.

Aston Villa vill fá hann á láni með kaupmöguleika.

Sky Sports greinir frá þessu en þar kemur fram að framtíð Harvey Elliott gæti haft áhrif á getu Villa um að semja við Gallagher.

Villa mun ekki standa við skuldbindinguna um að kaupa Elliot fyrir 35 milljónir punda og er að reyna að finna lausn fyrir hann til að spila annars staðar.

Atletico Madrid vill ekki lána Gallagher nema það sé kaupskylda í samningnum. Þá vill Atletico ekki selja hann nema fyrir upphæð nálægt þeirri sem félagið keypti hann á.

Hann gekk til liðs við Atletico frá Chelsea fyrir 38 milljónir punda árið 2024.


Athugasemdir
banner
banner
banner