Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
   fös 09. janúar 2026 11:20
Elvar Geir Magnússon
Í þriggja leikja bann fyrir að rífa í hár andstæðings - Áfrýjun Everton skilaði engu
Michael Keane, varnarmaður Everton.
Michael Keane, varnarmaður Everton.
Mynd: EPA
Varnarmaðurinn Michael Keane hjá Everton er á leið í þriggja leikja bann eftir að hafa fengið rautt spjald fyrir að rífa í hár Tolu Arokodare, leikmanns Wolves, í 1-1 jafnteflisleik liðanna á miðvikudag.

Everton áfrýjaði rauða spjaldinu en aganefndin vísaði þeirri áfrýjun frá. Í tilkynningu Everton segir að félagið telji að refsingin sé klárlega alltof ströng.

Keane verður í banni í bikarleik gegn Sunderland á laugardag og einnig í deildarleikjum gegn Aston Villa og Leeds.

„Við áfrýjuðum í þeirri staðföstu trú að atvikið flokkist ekki undir ofbeldisfulla hegðun eins og skilgreint er í reglunum, og að þetta hafi hvorki verið af ásettu ráði né með ásetningi," segir Everton í tilkynningunni.

„Áfrýjun okkar var einnig lögð fram til stuðnings Michael Keane, leikmanni sem spilar íþróttina með ströngustu siðferðisstöðlum og sem, fyrir miðvikudaginn, hafði aldrei verið rekinn af velli fyrir ofbeldisfulla hegðun á ferli sínum."

„Við erum staðföst í þeirri trú að þriggja leikja bann sé óhóflegt og við erum undrandi og vonsvikin yfir því að áfrýjuninni hafi verið hafnað."


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner