Átta liða úrslit Afríkukeppninnar fara fram í Marokkó um helgina en það er einn risaleikur á dagskrá.
Í kvöld eru tveir leikir. Malí og Senegal mætast klukkan 16:00 áður en gestgjafar Marokkó spila við Kamerún.
Á morgun mætast Alsír og Nígería í hörkuleik áður en Egyptaland mætir Fílabeinsströndinni í stærsta leiknum í 8-liða úrslitum.
Egyptar eru sigursælastir í keppninni með sjö titla en Fílabeinsströndin er með þrjá titla og er ríkjandi meistari í keppninni.
Leikir helgarinnar:
Föstudagur:
16:00 Malí - Senegal
19:00 Kamerún - Marokkó
Sunnudagur:
16:00 Alsír - Nígería
19:00 Egyptaland - Fílabeinsströndin
Athugasemdir



