Fyrsta umferðin eftir jólafrí í hollensku deildinni hófst um helgina. Kristian Nökkvi Hlynsson og Byrnjólfur Willumsson voru í eldlínunni í dag.
Kristian var í byrjunarliði Twente þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Zwolle. Kristian var tekinn af vellii á 69. mínútu en þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma jöfnuðu hans menn. Daan Rots skoraði eftir undirbúning yngri bróður síns, Mats Rots.
Kristian var í byrjunarliði Twente þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Zwolle. Kristian var tekinn af vellii á 69. mínútu en þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma jöfnuðu hans menn. Daan Rots skoraði eftir undirbúning yngri bróður síns, Mats Rots.
Brynjólfur spilaði 65 mínútur þegar Groningen gerði markalaust jafntefli gegn NAC Breda.
Groningen er í 6. sætii með 28 stig en Twente er í 7. sæti með 26 stig.
Athugasemdir




