Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
   fös 09. janúar 2026 10:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristófer Máni í Þór (Staðfest)
Kristófer Máni og Sveinn Elías Jónsson, formaður fótboltadeildar Þórs.
Kristófer Máni og Sveinn Elías Jónsson, formaður fótboltadeildar Þórs.
Mynd: Þór
Kristófer Máni Sigurðsson hefur skrifað undir samning við Þór en hann kemur til félagsins frá uppeldisfélaginu Hetti.

Hann er fæddur árið 2008 en hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað 32 meistaraflokksleiki undanfarin tvö ár.

Kristófer Máni er þriðji leikmaðurinn sem Þór, sem vann Lengjudeildina í fyrra, hefur fengið til sín í vetur. Í síðasta mánuði sömdu þeir Ágúst Eðvald Hlynsson og Atli Sigurjónsson við félagið.

Tilkynning Þórs
Kristófer hefur æft með meistaraflokki Þórs að undanförnu og lék með liðinu í Kjarnafæðimótinu í desember.

Við bjóðum Kristófer velkominn í Þorpið og hlökkum til að fylgjast með honum í baráttunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner