Alsír 0 - 2 Nígería
0-1 Victor Osimhen ('47 )
0-2 Akor Adams ('57 )
0-1 Victor Osimhen ('47 )
0-2 Akor Adams ('57 )
Nígería er komið áfram í undanúrslitin í Afríkukeppninni eftir sigur á Alsír í dag.
Staðan var marklaus í hálfleik en Victor Osimhen kom Nígeríu yfir strax í upphafi seinni hálfleiks þegar hann skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Bruno Onyemaechi.
Eftir tæplega klukkutíma leik fékk Osimhen sendingu inn fyrir vörnina, hann rendi boltanum á Akor Adams sem lék á Luca Zidane í marki Alsír og skoraði á opið markið. Osimhen hefur komið að sex mörkum í fimm leikjum á mótinu.
Nígería mætir heimamönnum frá Marokkó í undanúrslitum. Það kemur í ljós í kvöld hvort Egyptaland eða Fílabeinsströndin mæta Senegal í hinum undanúrslitaleiknum.
Athugasemdir



