Atletico Madrid 1 - 2 Real Madrid
0-1 Federico Valverde ('2 )
0-2 Rodrygo ('55 )
1-2 Alexander Sorloth ('58 )
0-1 Federico Valverde ('2 )
0-2 Rodrygo ('55 )
1-2 Alexander Sorloth ('58 )
Real Madrid er komið í úrslitaleik spænska Ofurbikarsins eftir að hafa unnið nágranna sína í Atlético Madríd, 2-1, í Sádi Arabíu í kvöld.
Úrúgvæinn Federico Valverde kom Real Madrid yfir á 2. mínútu með þrumufleyg úr aukaspyrnu. Stórkostlegt mark hjá miðjumanninum sem lagði síðan upp annað markið fyrir Rodrygo snemma í síðari hálfleiknum.
Valverde kom með fasta sendingu á Rodrygo sem stakk sér á milli tveggja varnarmanna og lagði boltann síðan snyrtilega í vinstra hornið.
Þremur mínútum síðar náði norski framherjinn Alexander Sorloth að saxa á forystu Real Madrid með skalla eftir fyrirgjöf frá Giuliano Simeone, syni þjálfarans Diego Simeone.
Atlético var nálægt því að jafna metin undir lok leiksins er Julian Alvarez kom sér í dauðafæri en setti boltann framhjá markinu.
Real Madrid er komið í úrslitaleikinn og mætir þar erkifjendum sínum í Barcelona. Úrslitaleikurinn er spilaður á sunnudag.
Spænski boltinn er á Livey en hægt er að næla sér í áskrift með því að smella á tengilinn
Athugasemdir




