Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
banner
   lau 10. janúar 2026 11:00
Brynjar Ingi Erluson
Tímabilið búið hjá Boniface
Victor Boniface
Victor Boniface
Mynd: EPA
Nígeríski framherjinn Victor Boniface verður ekki meira með á þessu tímabili vegna hnémeiðsla en hann er á leið í aðgerð og mun í kjölfarið hefja endurhæfingu.

Boniface var iðinn við kolann hjá Bayer Leverkusen er liðið vann þýsku deildina óvænt árið 2024, en gerði aðeins ellefu mörk á síðasta tímabili og var frjálst að fara annað um sumarið.

Ítalska félagið AC Milan var búið að ganga frá samkomulagi við Leverkusen um kaup á Boniface en hætti við eftir læknisskoðun leikmannsins.

Þar sáu læknar Milan eitthvað athugavert við hægra hné framherjans og þorði því ekki að taka sénsinn. Boniface vísaði þessu til föðurhúsanna, en nokkrum dögum síðar gekk hann í raðir Werder Bremen á láni.

Nígeríumaðurinn náði að spila ellefu leiki áður en hann meiddist á hné og hefur nú verið að staðfest að hann sé á leið í aðgerð og verði ekki meira með á tímabilinu.

Bremen mun að öllum líkindum rifta lánssamningnum á næstu dögum og tekur hann endurhæfinguna hjá Leverkusen, en hann er samningsbundinn félaginu til 2028.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 19 16 2 1 72 16 +56 50
2 Dortmund 19 12 6 1 38 17 +21 42
3 Hoffenheim 19 12 3 4 40 22 +18 39
4 RB Leipzig 19 11 3 5 37 25 +12 36
5 Stuttgart 19 11 3 5 36 26 +10 36
6 Leverkusen 18 10 2 6 35 25 +10 32
7 Freiburg 19 7 6 6 31 32 -1 27
8 Frankfurt 19 7 6 6 39 42 -3 27
9 Union Berlin 19 6 6 7 24 30 -6 24
10 Köln 20 6 5 9 29 32 -3 23
11 Gladbach 19 5 5 9 23 32 -9 20
12 Wolfsburg 20 5 4 11 28 42 -14 19
13 Augsburg 19 5 4 10 22 36 -14 19
14 Hamburger 18 4 6 8 17 27 -10 18
15 Werder 19 4 6 9 21 37 -16 18
16 Mainz 19 3 6 10 21 32 -11 15
17 St. Pauli 19 3 5 11 17 32 -15 14
18 Heidenheim 19 3 4 12 17 42 -25 13
Athugasemdir
banner
banner