Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
   fös 09. janúar 2026 18:30
Elvar Geir Magnússon
Tottenham setur verðmiða á Dragusin
Mynd: EPA
Corriere dello Sport segir að Tottenham hafi sett 15 milljóna evra verðmiða á rúmenska varnarmanninn Radu Dragusin.

Tottenham ku vera tilbúið að selja þennan fyrrum leikmann Genoa en Roma og Fiorentina hafa áhuga á að fá hann.

Roma er sagt komið í viðræður um þennan 23 ára leikmann sem nýlega kom til baka úr alvarlegum hnémeiðslum. Hann hefur aðeins komið við sögu í einum deildarleik með Spurs á á tímabilinu.

Tottenham vonast til að selja Rúmenann alfarið frekar en að lána hann með möguleika á kaupum, sem er það sem ítölsku félögin vilja frekar.
Athugasemdir
banner
banner
banner