Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
   lau 10. janúar 2026 21:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Leikmenn tókust á eftir leik - „Watkins er ögrandi"
Mynd: EPA
Leikmenn Tottenham og Aston Villa tókust á eftir að flautað var til leiksloka eftir sigur Villa í enska bikarnum í kvöld.

Ollie Watkins fagnaði með stuðningsmönnum Villa í leikslok en Palhinha stóð fyrir aftan hann og brást illa við. Hann ýtti sóknarmanninum og Morgan Rogers og Micky van de ven skárust í leikinn.

Fleiri leikmenn beggja liða bættust við áður en það róaðist fljótlega niður.

„Þetta snýst um að halda haus, leikmennirnir gáfu allt í þetta. Við töpuðum jöfnum leik, tímabilið hefur ekki verið frábært og Watkins er ögrandi," sagðii Thomas Frank eftir leikinn.

„Hann gat auðveldlega bara labbað um, þetta getur kveikt í öllum sem eru með keppnisskap."

Þetta gerðist aðeins nokkrum dögum eftir að Van de Ven og Palhinha rifust við stuðningsmenn Tottenham eftir 3-2 tap gegn Bournemouth.

„Við þurfum að spila með ástríðu, stundum ertu á línunni. Ég sé leikmenn með mikla ástríðu og það er mikilvægt en við þurfum líka að halda haus."


Athugasemdir
banner
banner
banner