Jón Guðni Fjóluson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Breiðabliks. Hann mun aðstoða Ólaf Inga Skúlason með meistaraflokk karla. Eiður Benedikt Eiríksson og Arnór Sveinn Aðalsteinsson voru aðstoðarþjálfarar á liðnu tímabili, Eiður flutti til Akureyrar í haust og samdi við Þór og Arnór Sveinn hætti eftir tímabilið.
Jón Guðni, sem er 36 ára, er fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður sem lagði skóna á hilluna fyrir tæpu ári síðan. Hann er uppalinn hjá Ægi og kom í 3. flokki í Fram. Eftir tímabilið 2011 með Fram hélt hann út í atvinnumennsku og var erlendis í rúman áratug; lék Belgíu, Svíþjóð, Rússlandi og í Noregi. Hann lék 18 leiki í íslensku landsliðstreyjunni.
Hann er með UEFA A-þjálfaragráðu og kemur til Breiðabliks eftir að hafa þjálfað yngri flokka hjá HK og stígur nú sín fyrstu skref í meistaraflokksþjálfun.
Jón Guðni, sem er 36 ára, er fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður sem lagði skóna á hilluna fyrir tæpu ári síðan. Hann er uppalinn hjá Ægi og kom í 3. flokki í Fram. Eftir tímabilið 2011 með Fram hélt hann út í atvinnumennsku og var erlendis í rúman áratug; lék Belgíu, Svíþjóð, Rússlandi og í Noregi. Hann lék 18 leiki í íslensku landsliðstreyjunni.
Hann er með UEFA A-þjálfaragráðu og kemur til Breiðabliks eftir að hafa þjálfað yngri flokka hjá HK og stígur nú sín fyrstu skref í meistaraflokksþjálfun.
„Við hlökkum til að sjá Jón Guðna vaxa og dafna í þjálfarahlutverkinu," segir í tilkynningu Breiðabliks.
Athugasemdir


