Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
   fim 08. janúar 2026 18:00
Brynjar Ingi Erluson
Hollenskur landsliðsmaður á leið til Lazio
Mynd: EPA
Hollenski landsliðsmaðurinn Kenneth Taylor er á leið til Lazio frá hollenska félaginu Ajax.

Taylor er 23 ára gamall miðjumaður sem kemur úr unglingastarfi Ajax.

Erik ten Hag tók hann inn í aðalliðið árið 2020 og hefur hann verið í lykilhlutverki síðustu ár.

Á síðasta tímabili skoraði hann fimmtán mörk í öllum keppnum og var valinn leikmaður ársins hjá félaginu, en hann er nú að taka skrefið upp á við.

Samkvæmt Fabrizio Romano hefur Lazio náð samkomulagi við Ajax um kaup á Taylor. Heildarupphæðin nemur um 17 milljónum evra og mun hann þá gangast undir læknisskoðun um helgina áður en hann skrifar undir fjögurra ára samning.

Taylor á 5 A-landsleiki með Hollendingum og 61 landsleik með yngri landsliðunum. Hann lék síðast með Hollendingum í tapi gegn Spánverjum í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar í mars á þessu ári.

Ítalski boltinn er á Livey en hægt er að nálgast áskrift með því að smella á tengilinn
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 18 14 0 4 40 15 +25 42
2 Milan 17 11 5 1 28 13 +15 38
3 Napoli 18 12 2 4 28 15 +13 38
4 Juventus 19 10 6 3 27 16 +11 36
5 Roma 19 12 0 7 22 12 +10 36
6 Como 18 9 6 3 26 12 +14 33
7 Atalanta 19 7 7 5 23 19 +4 28
8 Bologna 18 7 5 6 25 19 +6 26
9 Lazio 19 6 7 6 20 16 +4 25
10 Udinese 19 7 4 8 20 30 -10 25
11 Sassuolo 19 6 5 8 23 25 -2 23
12 Torino 19 6 5 8 21 30 -9 23
13 Cremonese 18 5 6 7 18 21 -3 21
14 Cagliari 18 4 6 8 19 25 -6 18
15 Parma 18 4 6 8 12 21 -9 18
16 Lecce 18 4 5 9 12 25 -13 17
17 Genoa 18 3 6 9 18 28 -10 15
18 Fiorentina 19 2 7 10 20 30 -10 13
19 Verona 18 2 7 9 15 30 -15 13
20 Pisa 19 1 9 9 13 28 -15 12
Athugasemdir
banner
banner