Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
banner
   fim 08. janúar 2026 22:41
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Svakalegt vítaklúður á ögurstundu
Mynd: EPA
Milan 1 - 1 Genoa
0-1 Lorenzo Colombo ('28 )
1-1 Rafael Leao ('90 )
1-1 Nicolae Stanciu ('90 , Misnotað víti)

Toppbaráttulið AC Milan gerði 1-1 jafntefli við fallbaráttulið Genoa í Seríu A á Ítalíu í kvöld.

Milan var með mikla yfirburði í leiknum en lenti óvænt undir á 28. mínútu. Ruslan Malinovskyi lék á varnarmann og kom með fyrirgjöfina inn á Lorenzo Colombo sem stýrði boltanum í netið.

Heimamenn í Milan pressuðu á Genoa í síðari hálfleiknum og tókst bandaríska sóknarmanninum Christian Pulisic að skora, en markið var dæmt af vegna hendis í aðdragandanum.

Á annarri mínútu í uppbótartíma jafnaði Rafael Leao metin fyrir Milan en alveg í blálokin gátu gestirnir stolið öllum stigunum er þeir fengu vítaspyrnu. Nicolae Stanciu fór á punktinn en sá þrumaði boltanum himinhátt yfir markið og 1-1 jafntefli því niðurstaðan.

Mikael Egill Ellertsson spilaði síðasta hálftímann hjá Genoa sem er í 17. sæti deildarinnar með 16 stig á meðan Milan er í öðru sæti með 39 stig.

Ítalski boltinn er á Livey en hægt er að nálgast áskrift með því að smella á tengilinn
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 18 14 0 4 40 15 +25 42
2 Milan 17 11 5 1 28 13 +15 38
3 Napoli 18 12 2 4 28 15 +13 38
4 Juventus 19 10 6 3 27 16 +11 36
5 Roma 19 12 0 7 22 12 +10 36
6 Como 18 9 6 3 26 12 +14 33
7 Atalanta 19 7 7 5 23 19 +4 28
8 Bologna 18 7 5 6 25 19 +6 26
9 Lazio 19 6 7 6 20 16 +4 25
10 Udinese 19 7 4 8 20 30 -10 25
11 Sassuolo 19 6 5 8 23 25 -2 23
12 Torino 19 6 5 8 21 30 -9 23
13 Cremonese 18 5 6 7 18 21 -3 21
14 Cagliari 18 4 6 8 19 25 -6 18
15 Parma 18 4 6 8 12 21 -9 18
16 Lecce 18 4 5 9 12 25 -13 17
17 Genoa 18 3 6 9 18 28 -10 15
18 Fiorentina 19 2 7 10 20 30 -10 13
19 Verona 18 2 7 9 15 30 -15 13
20 Pisa 19 1 9 9 13 28 -15 12
Athugasemdir
banner