Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
   fös 09. janúar 2026 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Hafnar West Ham og verður liðsfélagi Mikaels
Mynd: EPA
Brasilíski landsliðsmarkvörðurinn Bento er á leið til ítalska félagsins Genoa frá Al Nassr í Sádi-Arabíu. Það er Fabrizio Romano sem greinir frá þessu á X.

Bento er 26 ára gamall og verið á mála hjá Al Nassr frá 2024, en hann hefur nú ákveðið að fara í Evrópuboltann.

Hann ólst upp hjá Athletico Paranaense og spilaði með aðalliðinu í fjögur ár áður en hann ákvað að taka það óvænta skref að fara til Sádi-Arabíu í blóma ferilsins.

Markvörðurinn hefur fengið gylliboð frá Al Nassr en hann er þreyttur á lífinu þar og vill nú til Evrópu. West Ham var sagt leiða kapphlaupið um Bento, en Romano segir hann nú hafa tekið óvænta stefnu.

Samkvæmt honum er Genoa komið í bílstjórasætið og er Bento einu skrefi nær því að ganga í raðir félagsins. Bento lék sinn fyrsta A-landsleik með Brasilíu í mars árið 2024 og eru leikirnir orðnir sex talsins.

Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson er á mála hjá Genoa og þá spilaði Albert Guðmundsson áður hjá félaginu.

Genoa er í 17. sæti ítölsku deildarinnar með 16 stig eftir nítján leiki.

Ítalski boltinn er á Livey en hægt er að nálgast áskrift með því að smella á tengilinn
Athugasemdir
banner