Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
   lau 10. janúar 2026 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hrósaði hetju Sunderland - „Aðeins byrjunin"
Mynd: EPA
Regis Le Bris, stjóri Sunderland, var í skýjunum með frammistöðu Robin Roefs, markvarðar liðsins, eftir sigur gegn Everton í enska bikarnum í dag.

Sunderland vann eftir vítaspyrnukeppni þar sem Roefs varði allar þrjár spyrnur Everton.

„Hann er að verða betri. Hann er mjög ungur og vill læra svo þegar maður gefur honum tækifæri á þessu getustigi mun hann vaxa fljót og ég tel að þetta sé aðeins byrjunin," sagði Le Bris.

„Þetta verður upp og niður hjá honum sem er eðlilegt en hann er mjög stöðugur og hjálpaði liðinu í vítaspyrnukeppninni. Hann varði mjög vel í þrígang en við þurftum að skora þrjú mörk líka."
Athugasemdir
banner
banner
banner