Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
   fös 09. janúar 2026 16:38
Elvar Geir Magnússon
Fletcher hefur ekkert rætt við Man Utd um framtíðina
Darren Fletcher.
Darren Fletcher.
Mynd: EPA
Darren Fletcher stýrði Manchester United í 2-2 jafnteflinu gegn Burnley í vikunni og verður aftur með stjórnartaumana í bikarleik gegn Brighton á sunnudag.

Enskir fjölmiðlar búast við því að Ole Gunnar Solskjær eða Michael Carrick muni svo taka við liðinu út tímabilið.

Fletcher segir að hann hafi ekkert rætt um framtíð sína við Manchester United og ekkert talað við Sir Jim Ratcliffe.

„Ég hef ekki gert það, nei. Ég ræði við Omar (Berrada, framkvæmdastjóra) og Jason (Wilcox, yfirmann fótboltamála). Ég er búinn að einbeita mér að mínu starfi og engar viðræður verið um framtíðina," segir Fletcher.

„Ég stýri liðinu sem stendur, leiði það. Ég hef ekki rætt við neina nema þessa tvo aðila."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 23 15 5 3 42 17 +25 50
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 23 14 4 5 35 25 +10 46
4 Man Utd 23 10 8 5 41 34 +7 38
5 Chelsea 23 10 7 6 39 25 +14 37
6 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 23 10 3 10 35 32 +3 33
9 Newcastle 23 9 6 8 32 29 +3 33
10 Everton 23 9 6 8 25 26 -1 33
11 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 23 7 7 9 24 28 -4 28
16 Leeds 23 6 8 9 31 38 -7 26
17 Nott. Forest 23 7 4 12 23 34 -11 25
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner