Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
banner
   fös 09. janúar 2026 17:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bræður sameinast í Keflavík (Staðfest)
Mynd: Keflavík
Muhamed Alghoul
Muhamed Alghoul
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík hefur samið við Halid Alghoul fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni.

Halid er 23 ára gamall kantmaður og ólst upp hjá króatíska félaginu Dinamo Zagreb. Hann á leiki í efstu deildinni í Króatíu en hann lék síðast með NK Jarun Zagreb

Hann er yngri bróðir Muhamed Alghoul sem lék 24 leiki með Keflavík í Lengjudeildinni þegar liðið tryggði sér sæti í Bestu deildinni með sigri í umspilinu síðasta sumar og skoraði sjö mörk.

Halid hefur spilað átta landsleiki og skorað eitt mark fyrir U23 landslið Palestínu.

Fréttatilkynning Keflavíkur
Við bjóðum Halid Alghoul velkominn til Keflavíkur fyrir komandi tímabil!

Halid sem er 23 ára ólst upp í akademíu Dinamo Zagreb og eftir að hann útskrifaðist þaðan lék hann sem kantmaður í efstu deild í Króatíu.

Hann hefur einnig leikið með U23 ára landsliði Palestínu, þar sem hann á 8 landsleiki og hefur skorað 1 mark.

Við teljum að Halid verði öflug viðbót á kantinum og hlökkum til að sjá hann láta til sín taka í treyju Keflavíkur.




Athugasemdir
banner