Gabriel Martinelli, leikmaður Arsenal, setti sig í samband við Conor Bradley, leikmann Liverpool, og bað hann afsökunar á hegðun sinni í markalausri viðureign liðanna á Emirates í gær.
Atvikið átti sér stað á lokamínútunum. Conor Bradley meiddist á hné og lá sárþjáður á vellinum á meðan hann beið eftir aðhlynningu. Martinelli var brjálaður yfir þessu og taldi líklega í fyrstu að Bradley væri að gera sér upp meiðsli.
Martinelli reyndi að ýta honum út af vellinum sem vakti hörð viðbrögð hjá leikmönnum Liverpool og brutust út mikil læti í kjölfarið. Martinelli sá gula spjaldið ásamt nokkrum öðrum á vellinum, en skömmu síðar var Bradley borinn af velli á sjúkrabörum.
„Conor og ég hafa skipst á skilaboðum og ég hef þegar beðið hann afsökunar. Í hita leiksins gerði ég mér ekki grein fyrir því hversu illa hann var meiddur. Ég sé eftir þessum viðbrögðum og biðst afsökunar. Ég sendi Conor aftur óskir um skjótan bata," skrifaði Martinelli á samfélagsmiðla.
Atvikið átti sér stað á lokamínútunum. Conor Bradley meiddist á hné og lá sárþjáður á vellinum á meðan hann beið eftir aðhlynningu. Martinelli var brjálaður yfir þessu og taldi líklega í fyrstu að Bradley væri að gera sér upp meiðsli.
Martinelli reyndi að ýta honum út af vellinum sem vakti hörð viðbrögð hjá leikmönnum Liverpool og brutust út mikil læti í kjölfarið. Martinelli sá gula spjaldið ásamt nokkrum öðrum á vellinum, en skömmu síðar var Bradley borinn af velli á sjúkrabörum.
„Conor og ég hafa skipst á skilaboðum og ég hef þegar beðið hann afsökunar. Í hita leiksins gerði ég mér ekki grein fyrir því hversu illa hann var meiddur. Ég sé eftir þessum viðbrögðum og biðst afsökunar. Ég sendi Conor aftur óskir um skjótan bata," skrifaði Martinelli á samfélagsmiðla.
???? Gabriel Martinelli on Instagram. ?? pic.twitter.com/YaGdCNFJ4T
— afcstuff (@afcstuff) January 9, 2026
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 20 | 15 | 3 | 2 | 40 | 14 | +26 | 48 |
| 2 | Man City | 21 | 13 | 4 | 4 | 45 | 19 | +26 | 43 |
| 3 | Aston Villa | 21 | 13 | 4 | 4 | 33 | 24 | +9 | 43 |
| 4 | Liverpool | 20 | 10 | 4 | 6 | 32 | 28 | +4 | 34 |
| 5 | Brentford | 21 | 10 | 3 | 8 | 35 | 28 | +7 | 33 |
| 6 | Newcastle | 21 | 9 | 5 | 7 | 32 | 27 | +5 | 32 |
| 7 | Man Utd | 21 | 8 | 8 | 5 | 36 | 32 | +4 | 32 |
| 8 | Chelsea | 21 | 8 | 7 | 6 | 34 | 24 | +10 | 31 |
| 9 | Fulham | 21 | 9 | 4 | 8 | 30 | 30 | 0 | 31 |
| 10 | Sunderland | 21 | 7 | 9 | 5 | 21 | 22 | -1 | 30 |
| 11 | Brighton | 21 | 7 | 8 | 6 | 31 | 28 | +3 | 29 |
| 12 | Everton | 21 | 8 | 5 | 8 | 23 | 25 | -2 | 29 |
| 13 | Crystal Palace | 21 | 7 | 7 | 7 | 22 | 23 | -1 | 28 |
| 14 | Tottenham | 21 | 7 | 6 | 8 | 30 | 27 | +3 | 27 |
| 15 | Bournemouth | 21 | 6 | 8 | 7 | 34 | 40 | -6 | 26 |
| 16 | Leeds | 21 | 5 | 7 | 9 | 29 | 37 | -8 | 22 |
| 17 | Nott. Forest | 21 | 6 | 3 | 12 | 21 | 34 | -13 | 21 |
| 18 | West Ham | 21 | 3 | 5 | 13 | 22 | 43 | -21 | 14 |
| 19 | Burnley | 21 | 3 | 4 | 14 | 22 | 41 | -19 | 13 |
| 20 | Wolves | 21 | 1 | 4 | 16 | 15 | 41 | -26 | 7 |
Athugasemdir




