Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
   fös 09. janúar 2026 10:53
Elvar Geir Magnússon
Fabian Schar í skoðun hjá sérfræðingi
Mynd: EPA
Svissneski miðvörðurinn Fabian Schar var borinn af velli á börum vegna ökklameiðsla þegar Newcastle vann ótrúlegan 4-3 sigur gegn Leeds í ensku úrvalsdeildinni í vikunni.

„Eins og staðan er núna þá reiknum við með því að hann muni spla aftur á tímabilinu. Vonandi eru þessi meiðsli ekki eins slæm og virtist í fyrstu," segir Eddie Howe, stjóri Newcastle.

„Hann er ekki brotinn, við teljum að þetta séu liðbandameiðsli. Hann hittir sérfræðing á næstu dögum og þá fáum við skýrari svör."

Meiðsli herja á varnarmenn Newcastle. Dan Burn er enn á meiðslalistanum en er kominn út á grasið á æfingasvæðinu. Það mæðir mikið á Malick Thiaw og Sven Botman og Howe útilokar ekki að fara út á markaðinn og bæta við varnarmanni.

Newcastle fær Bournemouth í heimsókn í bikarleik á morgun.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner