Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   fös 09. janúar 2026 16:00
Elvar Geir Magnússon
Viðtal
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Lengjudeildin
Sigurður Egill Lárusson er genginn í raðir Þróttar.
Sigurður Egill Lárusson er genginn í raðir Þróttar.
Mynd: Þróttur R.
Sigurður Egill er leikjahæsti leikmaður í sögu Vals í efstu deild.
Sigurður Egill er leikjahæsti leikmaður í sögu Vals í efstu deild.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar.
Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Egill er uppalinn hjá Víkingi.
Sigurður Egill er uppalinn hjá Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Egill Lárusson var kynntur sem nýr leikmaður Þróttar á aðfangadag. Þessi 33 ára leikmaður yfirgaf Val þegar samningur hans við félagið rann út og hann ætlar að hjálpa Þrótti að komast upp úr Lengjudeildinni.

Siggi Lár mætti í heimsókn á skrifstofu Fótbolta.net í dag og var fyrst spurður að því hverning tilfinningin væri að vera kominn til Þróttara?

„Hún er virkilega góð. Ég finn fyrir miklum metnaði og krafti í Laugardalnum. Þeir hafa verið nálægt því að komast upp síðustu tvö ár og ég ætla að reyna að hjálpa þeim að komast upp í ár," segir Sigurður Egill.

Markmiðið að fara upp
„Það er markmiðið (að fara upp í Bestu). Ég finn fyrir miklum metnaði. Þetta er ungt og skemmtilegt lið sem spilar skemmtilegan og sókndjarfan fótbolta. Við ætlum að gera betur en í fyrra og þá ættum við að geta spilað í efstu deild á næsta ári."

Það sem kannski vantaði helst uppá í liði Þróttar í fyrra var meiri reynsla. Sigurður Egill kemur svo sannarlega með aukna reynslu inn í liðið.

„Ég spjallaði mikið við Venna (Sigurvin Ólafsson, þjálfara Þróttar) og honum fannst vanta meiri reynslu í liðið. Það eru virkilega góðir fótboltaleikmenn í Þrótti en vantar aðeins reynslu og vonandi get ég hjálpað með það."

   08.01.2026 22:24
Reykjavíkurmótið: Þróttur kláraði Val á rúmum tuttugu mínútum - ÍR skoraði fjögur

Langaði að prófa eitthvað alveg nýtt
Sigurður Egill lék með Þrótti gegn sínum gömlu félögum í Val í Reykjavíkurmótinu í gær. Þróttur vann 3-1 sigur í leiknum. Hvernig var að spila þann leik?

„Þetta var svolítið sérstök tilfinning en það vantaði fullt af mönnum í bæði lið en það var gaman að vinna Val, ég neita því ekki. Þetta var flott byrjun. Ég var bara búinn að mæta á 3-4 æfingar og ekki í mínu besta standi en það var fínt að byrja á þessum leik og þetta var fínn leikur hjá okkur," segir Sigurður Egill.

Það eru mörg lið sem eru að leggja mikið upp úr því að komast upp úr Lengjudeildinni og búast má við spennandi tímabili. Hvernig lýst Sigurði Agli á að fara niður í Lengjudeildina?

„Mér finnst það skemmtilegt, prófa eitthvað algjörlega nýtt. Ég er búinn að vera í Val í þrettán ár og unnið allt sem hægt er að vinna og langaði að prófa eitthvað alveg nýtt."

Hann segir að félög úr efstu tveimur deildunum hefðu sett sig í samband við hann en á endanum varð Þróttur fyrir valinu.

„Ég var í fríi í nóvember að hlaða batteríin og svo notaði ég desember til að fara yfir hvað væri best að gera. Á endanum valdi ég Þrótt og er bara ánægður með þá ákvörðun. Mér fannst skemmtilegt að prófa eitthvað algjörlega nýtt og reyna að hjálpa Þrótti upp í efstu deild."

   21.10.2025 17:17
Sigurður Egill tók afsökunarbeiðni Vals

Þykir vænt um Val
Það var fjölmiðlafár þegar Sigurður Egill kvaddi Val og félagið fékk talsverða gagnrýni fyrir því hvernig staðið var að viðskilnaðnum. Eru þau sár öll gróin?

„Já já. Þau eru alveg gróin. Ég átti frábæran tíma hjá Val, vann fullt af titlum og á frábærar minningar. Ég ætla ekki að láta þennan endi skyggja á tíma minn hjá Val. Ég verð alltaf Valsari og þykir vænt um Val."

Sigurður Egill hefur leikið sem vinstri bakvörður að mestu undanfarin ár eftir að hafa verið framar á vellinum lengst af ferilsins. Hvaða hlutverk er honum ætlað hjá Þrótti?

„Það er allskonar, ég hef spjallað mikið við Venna. Vinstri kantur, vinstri bak og miðjan. Það er fullt af möguleikum. Ég get svo vonandi gefið eitthvað af mér úr reynslubankanum."

   29.12.2025 16:00
Klásúlan truflar Venna ekki - „Risastórt nafn og viðurkenning fyrir Þrótt"

Það kemur bara í ljós
Fjallað hefur verið um það að Sigurður Egill sé með sérstaka Víkingsklásúlu í samningi sínum. Uppeldisfélag hans, Víkingur, eigi möguleika á því að fá hann til sín ef það missir leikmann úr hans stöðu í vetur. Talað hefur verið um að klásúlan sé til 15. mars.

Er möguleiki á því að Sigurður Egill verði leikmaður Víkings næsta sumar?

„Það er ekkert launungarmál að ég er uppalinn Víkingur, ég talaði við Víkinga og hitti Kára (Árnason). Þeir eru langbesta liðið á Íslandi, eru með tvo til þrjá leikmenn í hverri stöðu. Þeir þurftu að missa menn til að það myndi ganga upp að samið yrði við mig og það gerðist ekki að svo stöddu," segir Sigurður Egill.

„Ég er lítið að pæla í því núna, ég ætla ekki að ræða einhver ákvæði í samningnum akkúrat núna. Það kemur bara í ljós."
Athugasemdir
banner
banner