Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
banner
   lau 10. janúar 2026 22:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enski bikarinn: Chelsea með öruggan sigur í fyrsta leik Rosenior
Pedro Neto
Pedro Neto
Mynd: EPA
Enzo Fernandez
Enzo Fernandez
Mynd: EPA
Charlton Athletic 1 - 5 Chelsea
0-1 Jorrel Hato ('45 )
0-2 Tosin Adarabioyo ('50 )
1-2 Miles Leaburn ('57 )
1-3 Marc Guiu ('62 )
1-4 Pedro Neto ('90 )
1-5 Enzo Fernandez ('90 , víti)

Chelsea er komið áfram í fjórðu umferð enska bikarsins eftir sigur á Championshipliðinu Charlton.

Þetta var fyrsti leikur Chelsea undir stjórn Liam Rosenior en hans menn voru með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik. Það stefndi allt í markalausan fyrri hálfleik þangað til Jorrel Hato skoraði glæsilegt mark í blálokin.

Hann fékk boltann inn á teignum og negldi boltanum í markið, óverjandi fyrir markvörð Charlton.

Tosin Adarabioyo bætti öðru markinu við snemma í seinni hálfleik þegar hann skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Facundo Buonanotte.

Miles Leaburn minnkaði muninn fyrir Charlton en Marc Guiu bætti þriðja markinu við stuttu síðar.

Chelsea gerði endanlega út um leikinn í uppbótatíma. Pedro Neto bætti fjórða markinu við áður en Enzo Fernandez innsiglaði sigurinn með því að skora fimmta markið úr vítaspyrnu.
Athugasemdir
banner
banner