Juve reynir við Kolo Muani og Zirkzee - Mateta orðaður við Spurs - Fundað um Maguire
banner
   fös 09. janúar 2026 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía um helgina - Fiorentina getur komið sér upp úr fallsæti
Fiorentina mætir toppliði Milan
Fiorentina mætir toppliði Milan
Mynd: EPA
Tuttugasta umferð Seríu A fer fram á Ítalíu um helgina og eru margir góðir leikir á dagskrá.

Roma tekur á móti Sassuolo á morgun klukkan 17:00 og þá spilar Atalanta við Torino.

Á sunnudag hefst veislan klukkan 11:30 er Þórir Jóhann Helgason og félagar í Lecce mæta Parma. Albert Guðmundsson og hans menn í Fiorentina fá Milan í heimsókn, en Fiorentina er enn í brasi í fallbaráttunni en eiga þó möguleika á að koma sér upp úr fallsæti takist liðinu að vinna toppliðið.

Inter og Napoli mætast síðan í titilbaráttuslag í lokaleik helgarinnar en Inter er á toppnum með 42 stig en Ítalíumeistarar Napoli í 3. sæti með 38 stig.

Ítalski boltinn er á Livey en hægt er að nálgast áskrift hér

Leikir helgarinnar:

Laugardagur:
14:00 Udinese - Pisa
14:00 Como - Bologna
17:00 Roma - Sassuolo
19:45 Atalanta - Torino

Sunnudagur:
11:30 Lecce - Parma
14:00 Fiorentina - Milan
17:00 Verona - Lazio
19:45 Inter - Napoli


Smelltu hér til að kaupa áskrift að Livey

Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 22 17 1 4 50 19 +31 52
2 Milan 22 13 8 1 35 17 +18 47
3 Roma 22 14 1 7 27 13 +14 43
4 Napoli 22 13 4 5 31 20 +11 43
5 Juventus 22 12 6 4 35 17 +18 42
6 Como 22 11 7 4 37 16 +21 40
7 Atalanta 22 9 8 5 30 20 +10 35
8 Bologna 22 8 6 8 32 27 +5 30
9 Lazio 22 7 8 7 21 19 +2 29
10 Udinese 22 8 5 9 25 34 -9 29
11 Sassuolo 22 7 5 10 24 28 -4 26
12 Cagliari 22 6 7 9 24 31 -7 25
13 Genoa 22 5 8 9 25 31 -6 23
14 Cremonese 22 5 8 9 20 29 -9 23
15 Parma 22 5 8 9 14 26 -12 23
16 Torino 22 6 5 11 21 40 -19 23
17 Lecce 22 4 6 12 13 29 -16 18
18 Fiorentina 22 3 8 11 24 34 -10 17
19 Pisa 22 1 11 10 18 37 -19 14
20 Verona 22 2 8 12 18 37 -19 14
Athugasemdir
banner