Greint var frá því i Kjaftæðinu í gær að ÍA menn væru með Rafael Mána Þrastarson, leikmann Fjölni, á óskalistanum. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er hann nú á leið til ÍA.
Samkvæmt heimildum er hann búinn að kveðja Fjölni. Slúðrað hefur verið um að verðið sé um tólf milljónir króna sem gerir hann að lang, lang dýrasta leikmanni í sögu 2. deildar en Fjölnir féll úr Lengjudeildinni síðasta sumar.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er upphæðin hins vegar lægri.
Samkvæmt heimildum er hann búinn að kveðja Fjölni. Slúðrað hefur verið um að verðið sé um tólf milljónir króna sem gerir hann að lang, lang dýrasta leikmanni í sögu 2. deildar en Fjölnir féll úr Lengjudeildinni síðasta sumar.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er upphæðin hins vegar lægri.
Rafael Máni er fæddur árið 2007 og er uppalinn í Fjölni. Hann hefur spilað 48 leiki og skorað 19 mörk á ferlinum. Hann á einn leik að baki fyrir U19 landslið Íslands.
Athugasemdir




