Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
   fös 09. janúar 2026 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rafael Máni verður leikmaður ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Greint var frá því i Kjaftæðinu í gær að ÍA menn væru með Rafael Mána Þrastarson, leikmann Fjölni, á óskalistanum. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er hann nú á leið til ÍA.

Samkvæmt heimildum er hann búinn að kveðja Fjölni. Slúðrað hefur verið um að verðið sé um tólf milljónir króna sem gerir hann að lang, lang dýrasta leikmanni í sögu 2. deildar en Fjölnir féll úr Lengjudeildinni síðasta sumar.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er upphæðin hins vegar lægri.

Rafael Máni er fæddur árið 2007 og er uppalinn í Fjölni. Hann hefur spilað 48 leiki og skorað 19 mörk á ferlinum. Hann á einn leik að baki fyrir U19 landslið Íslands.
Athugasemdir
banner
banner
banner