Portúgalski bakvörðurinn Joao Cancelo er á leið til Barcelona frá Al Hilal en hann mun gangast undir læknisskoðun í dag. Þetta staðfestir Joan Laporta, forseti Börsunga, við TV3.
Barcelona hafði betur gegn Inter í baráttunni um Cancelo sem vildi ólmur ganga aftur í raðir Börsunga.
Hann spilaði með liðinu á láni frá Manchester City tímabilið 2023-2024 en ákvað síðan að ganga í raðir Al Hilal um sumarið.
Laporta er hæst ánægður með að vera fá Cancelo aftur til félagsins.
„Joao Cancelo lendir í dag og mun gangast undir læknisskoðun. Hann er að koma til okkar. Þetta er enn einn sigurinn hjá Deco því það er alls ekki auðvelt að fá leikmenn á þessum markaði. Deco hefur unnið frábært starf,“ sagði Laporta.
Spænski boltinn er á Livey en hægt er að nálgast áskrift með því að smella á tengilinn
Athugasemdir




