„Ég tel að stærsta áskorun hvers félag sé að skapa rétta kúltúrinn, rétta andann og réttu gildin," segir Liam Rosenior, nýr stjóri Chelsea. Hann ræddi við fjölmiðla í dag en hann stýrir liðinu í fyrsta sinn annað kvöld; í útileik gegn Charlton í FA-bikarnum.
Rosenior lét af störfum hjá Strasbourg til að taka við Chelsea og gerði langan samning.
Rosenior lét af störfum hjá Strasbourg til að taka við Chelsea og gerði langan samning.
„Hæfileikarnir sem ég hef séð á æfingasvæðinu síðustu daga eru mjög miklir. Þeir eru í heimsklassa. Enzo Maresca vann gott starf leikfræðilega og það er mitt skref að taka það á næsta skref. Starfslið mitt er að leggja hart að sér til að ná því," segir Rosenior.
„Ég hef sent þau skilaboð til leikmanna að einbeita sér að því að vinna næsta leik. Þannig komumst við á skrið. Þetta er hæfileikaríkur hópur og möguleikarnir fyrir félagið eru takmarkalausir,"
„Ég er ekki hrokafullur en ég er mjög góður í því sem ég geri. Ég hef náð árangri í öllum þeim verkefnum sem ég hef tekið að mér. Ég hef alltaf viljað vera hjá félagi eins og þessu. Enginn getur gengið að sigri eða árangri vísu en ég hef unnið hart að því lengi að ná árangri."
Athugasemdir



