Karim Benzema skoraði þrennu í fyrri hálfleik þegar Al-Ittihad vann Al-Kholood í sádi arabísku deildinni í kvöld.
William Troost-Ekong, varnarmaður Al-Kholood, fékk að líta rauða spjaldið snemma leiks. Benzema skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu eftir tæplega stundafjórðung.
William Troost-Ekong, varnarmaður Al-Kholood, fékk að líta rauða spjaldið snemma leiks. Benzema skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu eftir tæplega stundafjórðung.
Hann sá til þess að staðan var 3-0 í hálfleik en lokatölur urðu 4-0.
Al-Ittihad hefur unnið fjóra leiki í röð í deildinni en liðið er í 5. sæti með 26 stig eftir 13 umferðir. Al-Ittihad er níu stigum á eftir toppliði Al-Hilal.
Athugasemdir


