Utandeildarliðið Macclesfield vann frábæran 2-1 sigur á ríkjandi bikarmeisturum Crystal Palace í enska bikarnum í dag. Macclesfield náði tveggja marka forystu áður en Yeremy Pino klóraði í bakkann undir lokin.
John Rooney er þjálfari Macclesfield en hann er yngri bróðir Wayne Rooney, fyrrum landsliðsmanns Englands og Man Utd.
John Rooney er þjálfari Macclesfield en hann er yngri bróðir Wayne Rooney, fyrrum landsliðsmanns Englands og Man Utd.
„Nei [ég trúi þessu ekki]. Ég sat í gærkvöldi og hugsaði: „Hvað ef? Hvað ef?“ En maður heldur aldrei að maður muni ná þessu," sagði John Rooney.
„Eftir fyrri hálfleikinn fannst mér við hafa mikla trú. Mér fannst við vera frábærir í 90 mínútur. Hélt ég að við gætum gert þetta? Nei, líklega aldrei. Sennilega ennþá svolítið hissa, en kredit á leikmennina, mér fannst þeir vera frábærir.“
Wayne Rooney óskaði bróður sínum til hamingju á X.
„Gæti ekki verið stoltari af John bróður mínum. Vel gert hjá öllum hjá Macclesfield. Ótrúlegt afrek og meira en verðskuldað," skrifaði Wayne Rooney.
Couldn’t be any prouder of my brother John. Well done to everyone at Macclesfield. Unbelievable achievement and more than deserved ???????????????????????? pic.twitter.com/0lFCyeV2iB
— Wayne Rooney (@WayneRooney) January 10, 2026
Athugasemdir



