Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
banner
   fös 09. janúar 2026 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland um helgina - Reykjavíkurmeistararnir hefja leik
Mynd: Eva Rós Ólafsdóttir
Ríkjandi Reykjavíkurmeistarar KR hefja leik í mótinu um helgina er liðið tekur á móti Fylki á KR-velli.

KR-ingar unnu Val 3-0 í úrslitum mótsins á síðasta ári en þeir hefja nú leik gegn Fylki.

Leikurinn hefst klukkan 13:00 á KR-vellinum en liðin leika í B-riðli.

Framarar spila við Leikni í A-riðli klukkan 11:00 á Lambhagavellinum. Leiknismenn töpuðu fyrsta leik sínum í riðlinum en Framarar eru að spila sinn fyrsta leik í mótinu.

Reykjavíkurmót kvenna hefst í kvöld með þremur leikjum og þá er einnig spilað í Þungavigtarbikarnum á morgun.

Leikir helgarinnar:

Föstudagur:

Reykjavíkurmót kvenna - B-riðill
19:00 Fram-Fylkir (Lambhagavöllurinn)

Reykjavíkurmót kvenna - A-riðill
19:00 Víkingur R.-KR (Víkingsvöllur)
19:30 Fjölnir-Þróttur R. (Egilshöll)

Laugardagur:

Reykjavíkurmót karla - A-riðill
11:00 Fram-Leiknir R. (Lambhagavöllurinn)

Reykjavíkurmót karla - B-riðill
13:00 KR-Fylkir (KR-völlur)

Þungavigtarbikarinn
11:30 HK - Stjarnan (Kórinn)
12:00 Njarðvík - Keflavík (Reykjaneshöllin)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner