Sean Dyche, stjóri Nottingham Forest, var eðlilega ekki sáttur eftir tap liðsins gegn Wrexham í enska bikarnum í gær.
Dyche gerði margar breytingar á liðinu en Forest var 2-0 undir í hálfleik. Hann gerði þrefalda skiptingu í hálfleik þar sem Morgan Gibbs-White, Neco Williams og Nico Dominguez komu inn á. Callum Hudson-Odoi kom inn á í seinni hálfleik, skoraði tvennu og kom liðinu í vítaspyrnukeppni þar sem liðið tapaði að lokum.
Dyche gerði margar breytingar á liðinu en Forest var 2-0 undir í hálfleik. Hann gerði þrefalda skiptingu í hálfleik þar sem Morgan Gibbs-White, Neco Williams og Nico Dominguez komu inn á. Callum Hudson-Odoi kom inn á í seinni hálfleik, skoraði tvennu og kom liðinu í vítaspyrnukeppni þar sem liðið tapaði að lokum.
„Fyrri hálfleikur var óásættanlegur. Leikmennirnir vita það. Þeir þurfa að líta í spegil en þeir sem komu inn á í hálfleik eiga hrós skilið. Þá litum við út eins og úrvalsdeildarlið," sagði Dyche.
„Þeir banka upp á hjá manni og segja: 'Af hverju er ég ekki að spila?'. Sannanirnar eru þarna fyrir nokkra, ekki alla. Við þurfum að gera breytingar út af leikjaprógramminu. Þeir munu ekki banka upp á hjá mér til að segja 'hvers vegna er ég ekki að spila?." sagði Dyche.
Athugasemdir




