Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
   fim 08. janúar 2026 22:20
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu atvikið: Martinelli skúrkur kvöldsins
Gabriel Martinelli kom sér í vesen undir lok leiks
Gabriel Martinelli kom sér í vesen undir lok leiks
Mynd: EPA
Brasilíski leikmaðurinn Gabriel Martinelli var skúrkur kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni en hann sá gula spjaldið fyrir óíþróttamannslega hegðun undir lok leiks í markalausa jafnteflinu gegn Liverpool.

Atvikið átti sér stað á lokamínútunum. Conor Bradley meiddist á hné og lá sárþjáður á vellinum á meðan hann beið eftir aðhlynningu.

Martinelli var brjálaður yfir þessu og taldi líklega í fyrstu að Bradley væri að gera sér upp meiðsli.

Hann reyndi að ýta honum út af vellinum sem vakti hörð viðbrögð hjá leikmönnum Liverpool og brutust út mikil læti í kjölfarið.

Martinelli sá gula spjaldið ásamt nokkrum öðrum á vellinum, en skömmu síðar var Bradley borinn af velli á sjúkrabörum.

Hægt er að sjá þetta atvik hér fyrir neðan.

Sjáðu atvikið hér
Athugasemdir
banner
banner
banner