Barcelona undirbýr tilboð í Lisandro Martinez - Curtis Jones orðaður við Inter - Camavinga orðaður við Arsenal og Liverpool
banner
   fös 09. janúar 2026 20:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Solskjær í viðræður við Man Utd á morgun
Mynd: EPA
Ole Gunnar Solskjær er á leið í viðræður við Manchester United á morgun en hann kemur til greina sem næsti bráðabirgðastjóri liðsins.

Darren Fletcher mun stýra Man Utd gegn Brighton í enska bikarnum á sunnudaginn en framhaldið er óljóst. Man Utd er í leit að manni sem mun stýra liðinu út tímabilið.

Enskir fjölmiðlar greina frá því að viðræður milli Solskjær og Man Utd munu hefjast á morgun. Solskjær spilaði á sínum tíma með United og þá stýrði hann liðinu frá 2018-2021.

Michael Carrick, fyrrum leikmaður Man Utd, hefur rætt við stjórnarmenn Man Utd um stöðuna.
Athugasemdir
banner