Aston Villa vann 2-1 á heimavelli gegn Manchester United í gær og var það tíundi sigur liðsins í röð í öllum keppnum.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Villa vinnur tíu leiki í röð í sögu sinni en það var komið gríðarlega langt síðan síðast.
Þetta er í fyrsta sinn í 111 ár sem Aston Villa nær þessu magnaða afreki en liðið er að eiga algjört draumatímabil eftir slaka byrjun í ágúst og september.
Aston Villa er óvænt komið í þriggja liða toppbaráttu ásamt Arsenal og Manchester City. Lærlingar Unai Emery eru aðeins þremur stigum á eftir toppliði Arsenal og eru þeir búnir að sigra gegn báðum stórliðunum á fyrri hluta tímabils.
Athugasemdir



