Guðrún Þóra Geirsdóttir er búin að framlengja samning sinn við Fylki út næsta keppnistímabil.
Guðrún Þóra er fædd 2004 og gekk til liðs við Fylki fyrir síðustu leiki. Hún spilaði 12 leiki er liðið féll úr Lengjudeildinni og mun því leika í 2. deild á næsta ári.
Guðrún er uppalin á Húsavík og steig sín fyrstu skref með meistaraflokki Völsungs áður en hún flutti á Selfoss í þrjú ár.
„Við væntum þess að hún eigi eftir að leggja mikið af mörkum til liðsins á komandi tímabili að vinna til baka sæti okkar í Lengjudeildinni," segir meðal annars í tilkynningu frá Fylki.
Athugasemdir



