Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
banner
   mán 22. desember 2025 09:45
Elvar Geir Magnússon
Paratici að hætta hjá Spurs og fer til Flórens
Mynd: EPA
Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum ætlar Fabio Paratici, íþróttastjóri Tottenham, að rifta samningi sínum til að taka við sem yfirmaður fótboltamála hjá Fiorentina.

Paratici hefur gert munnlegt samkomulag við Fiorentina um fimm ára samning samkvæmt Corriere della Sera.

Búist er við því að það verði margar breytingar á leikmannahópi Fiorentina í janúarglugganum en liðið hefur verið í miklu brasi á tímabilinu en vann sinn fyrsta deildarleik um liðna helgi.

Framtíð Alberts Guðmundssonar hefur mikið verið í umræðunni en hann er orðaður við Roma og Inter.

Paratici mætti aftur til starfa hjá Tottenham eftir að hafa verið settur í 30 mánaða bann frá fótbolta árið 2023. Paratici fékk bannið fyrir afskipti sín í fjármálabraski ítalska félagsins Juventus sem hann starfaði áður fyrir.
Athugasemdir
banner