Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 23. janúar 2023 09:10
Elvar Geir Magnússon
Rice færist nær Arsenal - Fundað um stöðu Lampard
Powerade
Declan Rice.
Declan Rice.
Mynd: Getty Images
Matteo Guendouzi
Matteo Guendouzi
Mynd: Getty Images
Hakim Ziyech.
Hakim Ziyech.
Mynd: Getty Images
Harry Souttar.
Harry Souttar.
Mynd: Getty Images
Gleðilega nýja vinnuviku. Það er rúm vika eftir eftir af janúarglugganum. Rice, Lampard, Conte, Trossard, Zaniolo, Ziyech, Gil, Navas og fleiri eru um borð í slúðurlestinni í dag.

Declan Rice (24) miðjumaður West Ham færist nær sumarskiptum til Arsenal. Talið er að Chelsea og Manchester United muni einnig reyna að fá enska landsliðsmanninn. (Guardian)

Farhad Moshiri eigandi Everton hefur fundað með stjórn félagsins um stöðu stjórans Frank Lampard og mögulega kosti ef hann verður látinn fara. (Telegraph)

Sean Dyche, fyrrum stjóri Burnley, er ekki í myndinni á Goodison Park. (Mail)

Aston Villa vonast enn til þess að geta landað miðjumanninum Matteo Guendouzi (23) frá Marseille áður en glugganum verður lokað eftir rúma viku. (Express & Star)

Chelsea hefur enn áhuga á Moises Caicedo (21) miðjumanni Brighton þó 55 milljóna punda tilboði félagsins í Ekvadorann hafi verið hafnað. (Football.London)

Úlfarnir hafa tjáð Liverpool að þeir hafi ekki í hyggju að selja portúgalska miðjumanninn Ruben Neves (25) í þessum mánuði. (Football Insider)

Samningur Antonio Conte, stjóra Tottenham, rennur út í sumar og hann vill ekki ræða um nýjan á þessari stundu. (Sky Sports)

Umboðsmaður belgíska framherjans Leandro Trossard (28) segir að Tottenham hafi verið í viðræðum um kaup á Trossard áður en hann gekk í raðir Arsenal, sem hafi verið ákveðnara í að tryggja sér hann. (Mirror)

Spænski vængmaðurinn Bryan Gil (21) er einn af þremur leikmönnum sem Tottenham er tilbúið að bjóða Roma sem hluta af tilboði í ítalska miðjumanninn Nicolo Zaniolo (23). (Football Insider)

Jose Mourinho, stjóri Roma, telur að Zaniolo muni kannski ekki fara því tilboðin í leikmanninn séu „ekki verðug honum eða félaginu". (Football Italia)

Roma hefur haft samband við umboðsmann vængmannsins Hakim Ziyech (29) og gæti gert tilboð til Chelsea ef Zaniolo verður seldur. (Sky Sports Italia)

Everton vill einnig fá Ziyech til að hjálpa liðinu í fallbaráttunni. Félagið myndi frekar vilja fá hann á lánssamningi. (Mail)

Everton vonast til að ganga í dag frá lánssamningi Arnaut Danjuma (25), hollenska sóknarleikmannsins sem kemur frá Villarreal. (Fabrizio Romano)

Everton íhugar að gera 15 milljóna punda tilboð í senegalska sóknarmanninn Iliman Ndiaye (22) hjá Sheffield United. (Sun)

Manchester United hefur blandað sér í baráttuna við Paris St-Germain um Brasilíumanninn Vitor Roque (17) sem er með 52,5 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum við Athletico Paranaense. (Gazzetta dello Sport)

Nottingham Forest vill fá Keylor Navas (25), markvörð PSG, þar sem Dean Henderson (25) er á meiðslalistanum. Bournemouth og Leicester City hafa einnig áhuga á Kosta Ríkamanninum. (Mundo Deportivo)

Leicester City hefur mikinn áhuga á brasilíska vængmanninum Tete (22) sem er á láni hjá Lyon frá Shaktar Donetsk. (Everton og Nottingham Forest eru einnig með hann á blaði. (Mail)

Leicester planar viðræður við Stoke í þessari viku um möguleg kaup á ástralska varnarmanninum Harry Souttar (25). Fyrsta tilboði Leicester var hafnað. (Telegraph)

Barcelona er ánægt með spænska varnarmanninn Marcos Alonso (32) og vill ræða við umboðsmann hans um framlengingu á samningi. (Sport)

Inter hefur áhuga á enska miðverðinum Chris Smalling (33). Samningur hans við Roma rennur út í sumar en hann er með ákvæði um framlengingu um eitt ár. (Gazzetta dello Sport)

Hollenski varnarmaðurinn Stefan de Vrij (30) segir að Inter hafi haft samband við sig um framlengingu á samningi sem rennur út í sumar. (Rai Sport)

Burnley er á lokastigi viðræðna um að fá Suður-afríska sóknarmanninn Lyle Foster frá Westerlo í Belgíu. (Athletic)
Athugasemdir
banner